Ófeigur Grétarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ófeigur Grétarsson frá Vallargötu 4, rafeindavirki, rafvirki fæddist þar 11. október 1962.
Foreldrar hans Grétar Skaftason, sjómaður, skipstjóri, f. 26. október 1926 og fórst með Þráni NK 5. nóvember 1968, og kona hans Kristbjörg Sigurjónsdóttir frá Skógum við Bessastíg 8, húsfreyja, f. 11. desember 1931, d. 31. janúar 2024.

Börn Kristbjargar og Grétars:
1. Ingólfur Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, f. 7. september 1950 á Bessastíg 8. Fyrrum kona hans Ásta Finnbogadóttir.
2. Sigurjón Ragnar Grétarsson stýrimaður, skipstjóri, rafeindavirki, f. 21. október 1954 á Vallargötu 4. Fyrrum sambúðarkona hans Guðrún Fjóla Kolbeinsdóttir. Kona hans Þórgunnur Hjaltadóttir.
3. Ófeigur Grétarsson rafeindavirki, f. 11. október 1962 að Vallargötu 4. Kona hans Ragnheiður Þorvaldsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Guðrún Þorsteinsdóttir.
4. Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir kaupmaður, sjúkraliði, f. 4. febrúar 1969. Maður hennar Heiðar Hinriksson.

Ófeigur var með foreldrum sínum fyrstu sex ár sín, en faðir hans drukknaði 1968.
Hann lærði rafeindavirkjun og rafvirkjun og vann við það.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust fjögur börn og hún átti barn áður. Ragnheiður lést 2021.

I. Kona Ófeigs var Ragnheiður Þorvaldsdóttir frá Rvk, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 28. júlí 1957, d. 7. febrúar 2021.
Börn þeirra:
2. Grétar Ófeigsson, vélstjóri, skipstjóri, f. 22. október 1986.
3. Ragnheiður Ófeigsdóttir, f. 5. mars 1992, d. 5. mars 1992.
4. Guðríður Bjartey Ófeigsdóttir, verkfræðingur, f. 18. mars 1993. Maður hennar Alex Kári Ívarsson.
5. Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir, viðskiptafræðingur, f. 30. mars 1995. Maður hennar Arnór Bjarki Grétarsson.
Barn Ragnheiðar áður:
6. Ólafía Bjarnheiður Ásbjörnsdóttir, búfræðingur, viðskiptafræðingur, f. 13. ágúst 1977. Maður hennar Hafsteinn Sigurbjörnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Ragnheiðar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.