Árni J. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júlí 2006 kl. 11:49 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júlí 2006 kl. 11:49 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Árni J. Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 13. október 1892. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Árnadóttur og Jóhanns Jörgens Johnsen útvegsbónda og hótel- og sjúkrahúshaldara í Vestmannaeyjum.

Árni ólst upp á fjölmennu athafnaheimili. Faðir Árna hafði mörg járn í eldinum. Auk þess að halda hótel og sjúkrahús í Eyjum og einnig var á heimilinu bæði stunduð útgerð og landbúnaður.