Eiríkur Eiríksson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2015 kl. 16:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2015 kl. 16:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250px|''Eiríkur Eiríksson frá Gjábakka. '''Eiríkur Eiríksson''' smiður frá Gjábakka fæddist 12. maí 1857 þar og lést...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Eiríkur Eiríksson frá Gjábakka.

Eiríkur Eiríksson smiður frá Gjábakka fæddist 12. maí 1857 þar og lést 11. september 1934.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka, f. 1811, d. 14. október 1883, og maður hennar Eiríkur Hansson sjávarbóndi, f. 3. ágúst 1815, drukknaði 26. febrúar 1869.

Eiríkur var með foreldrum sínum í bernsku. Faðir hans drukknaði með tveim sonum sínum og tveim tengdasonum sínum 1869.
Hann var 13 ára með móður sinni á Gjábakka 1870, 23 ára lausamaður á Oddsstöðum 1880.
Eiríkur fluttist til Vesturheims 1882 og settist að í Spanish Fork í Utah.
Hann stundaði trésmíðar og einkum líkkistusmíðar, stjórnaði Íslendingakór í Spanish Fork og lék á orgel og harmónikku á ýmsum mannfagnaði.
Eiríkur breytti nafni sínu í Erick Hanson.
Hann lést við smíðar sínar 1934.

Kona Eiríks, (11. september 1885), var Jónína Helga Valgerður Guðmundsdóttir, f. 14. september 1867, d. 18. desember 1932 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Rosetta Christine, f. 10. nóvember 1886, d. 3. september 1959
2. Eric Elias, f. 14. desember 1888, d. 21. maí 1946.
3. Hanna Jorun Veigalín, f. 25. janúar 1891, d. 3. janúar 1960.
4. John Arthur, f. 18. desember 1892, d. 16. október 1908.
5. Nina Matilda, f. 22. maí 1895.
6. Leonard Goodman, f. 2. febrúar 1898.
7. Lillian Esther, f. 9. apríl 1900, d. 8. ágúst 1908.
8. William Laurence, f. 2. maí 1903.
9. Clara Mabel, f. 27. ágúst 1905. Hún skrifaði bók um fjölskylduna: „As I remember“.
10. Eldon W., f. 18. janúar 1908.
11. Erma Lael, f. 7. maí 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.