Páll Gíslason Thorarensen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. maí 2015 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. maí 2015 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Páll Gíslason Thorarensen''' vinnumaður, sjómaður í Nýborg fæddist 7. maí 1851 og drukknaði 6. október 1897.<br> Foreldrar hans voru sr. Gísli Sigurðsson Thorarens...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Gíslason Thorarensen vinnumaður, sjómaður í Nýborg fæddist 7. maí 1851 og drukknaði 6. október 1897.
Foreldrar hans voru sr. Gísli Sigurðsson Thorarensen prestur og skáld á Felli í Mýrdal og á Ásgautsstöðum á Stokkseyri, f. 21. nóvember 1818 á Stórólfshvoli, d. 25. desember 1874 á Stokkseyri, og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir Melsteð húsfreyja, f. 28. september 1817 á Ketilsstöðum á Héraði, d. 17. maí 1885 á Tjörn á Stokkseyri.

Páll var með foreldrum sínum á Felli í Mýrdal til fullorðinsára, var bóndi á Felli 1874-1875, húsmaður á Eystri-Sólheimum 1875-1876.
Þá var hann ráðsmaður hjá móður sinni á Syðri-Velli í Gaulverjabæjarhreppi 1880, var með henni á Stokkseyri 1884, síðar undir Eyjafjöllum.
Páll fluttist frá Ytri-Skógum að Nýborg 1888, vinnumaður. Hannvar vinnumaður, sjómaður hjá Sigurði Sveinssyni.
Ýmsar sögur hafa gengið af viðskiptum þeirra Sigurðar, eingöngu kersknisögur.
Páll var hagmæltur og til eru vísur eftir hann, meðal annarra vísa við dauða Guddu, sem var niðursetningur í Nýborg, en iðinn við tóvinnu og fatnaðargerð.
Þegar Gudda dó kvað Páll:

„Nú er hún Gudda gamla dauð,
getur ei lengur öðrum brauð
unnið né spunnið ull í föt,
ekki bætt skó né stagað göt.
Siggi tapaði, en sveitin vann,
þá sálin skildist við líkamann.“

Sr. Gísli kvað um börn sín:

Sigrún mín er frítt fljóð,
flestir mömmu þakka,
lítil kind og lundgóð,
lízt mér á þann krakka.
Í Sigga og Palla er svart blóð.

Páll fluttist til Seyðisfjarðar 1891, stundaði sjómennsku og drukknaði 1897.

Kona Páls, (8. október 1874, skildu), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1854 á Eystri-Sólheimum, d. 13. júní 1931 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
1. Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. mars 1876, d. 7. ágúst 1948.
2. Gísli, f. 1879, d. 1881.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.