Anders Vilhelm Vigfússon (Hólshúsi)
Anders Vilhelm Vigfússon tollþjónn í Kaupmannahöfn fæddist 7. júlí 1853.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867, og fyrri kona hans Margrét Skúladóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1824, d. 16. október 1859.
Anders Vilhelm var með foreldrum sínum 1855. Hann fluttist til Reykjavíkur og var sjómaður þar. Síðan fluttist hann til Kaupmannahafnar og varð þar tollþjónn.
Kona hans var af norskum ættum.
Börn þeirra hér:
1. Vigfús Andersson Vigfússon framkvæmdastjóri Trolle & Rothe h.f. í Reykjavík.
2. Margrét Andersdóttir (Vigfússon), gift í London.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.