Hildur Eyjólfsdóttir (París)
Hildur Eyjólfsdóttir húsfreyja í París fæddist 5. febrúar 1852 og lést 24. febrúar 1942 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Einarsson bóndi á Miðgrund u. Eyjafjöllum, f. 20. apríl 1812 í Krosssókn í Landeyjum, d. 20. júní 1859, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1815.
Hildur var tökubarn hjá Herborgu föðursystur sinni í Fagurhól í A-Landeyjum 1860, var vinnukona þar 1870, vinnukona í Miðey þar 1880.
Hún fluttist frá Miðey að Godthaab 1883, var vinnukona þar - 1885, vinnukona í Batavíu 1886 og 1887.
Hildur var húsfreyja í París 1888 með Ólafi, barninu Sigríði Sesselju og barninu Kristínu Símonardóttur frá Miðey, sem dvaldi hjá þeim.
Hún missti Ólaf Guðjón 1890 og fór til Vesturheims 1893 með Sigríði Sesselju dóttur sína.
Sambýlismaður Hildar var Ólafur Guðjón Hreinsson vinnumaður í Brandshúsi og París.
Barn þeirra var
1. Sigríður Sesselja Guðný Ólafsdóttir, f. 24. nóvember 1887 í Batavíu. Hún fór til Vesturheims 1893 með móður sinni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.