Helga Árnadóttir (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. apríl 2015 kl. 21:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. apríl 2015 kl. 21:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Helga Árnadóttir''' vinnukona í Túni fæddist 23. desember 1831 á Söndum í Meðallandi og lést 2. febrúar 1866 í Túni.<br> Foreldrar hennar voru Árni Á...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Árnadóttir vinnukona í Túni fæddist 23. desember 1831 á Söndum í Meðallandi og lést 2. febrúar 1866 í Túni.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi í Bakkakoti í Meðallandi, f. 8. ágúst 1799 í Guttormshaga í Holtum, d. 9. apríl 1838 í Mýrdal, og barnsmóðir hans Aldís Jónsdóttir, f. 26. febrúar 1809 í Syðri-Vík í Mýrdal, d. 16. ágúst 1889 í Hrífunesi í Skaftátungu.

Helga var með móður sinni á Söndum í æsku, í Efri-Ey 1840, á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1845, léttakind á Söndum 1847-1854, vinnukona í Mosakoti á Síðu 1854-1855, á Heiði þar 1855-1856, á Hörgslandi þar 1856-1857, á Söndum 1857-1860, í Pétursey í Mýrdal 1860-1861, síðan á Oddum í Meðallandi, var vinnukona á Syðri-Steinsmýri 1862-1863, á Teigingalæk á Brunasandi 1863-1864.
Helga fluttist úr Kálfafellssókn að Túni 1864.
Hún lést í Túni 1866 úr „lifrarveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.