Margrét Gísladóttir (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2015 kl. 20:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2015 kl. 20:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Gísladóttir (Steinmóðshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Gísladóttir vinnukona fæddist um 1796 í Húsatóftum í Grindavík og lést 15. mars 1837 í Steinmóðshúsi.

Margrét var 5 ára í fóstri hjá sr. Benedikt Ingimundarsyni á Stað í Grindavík 1801. Hún var vinnukona í Húsatóftum 1822.
Margrét var komin til Eyja 1835 og var þá vinnukona hjá Jóni Þorgeirssyni og Elínu Einarsdóttur í Kastala, var í Steinmóðshúsi 1836, 41 árs, lést þar 1837 „úr steinasótt“.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir