Jónas Jónasson (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2015 kl. 20:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2015 kl. 20:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jónas Jónasson''' vinnumaður í Norðurgarði fæddist 10. desember 1847 í Hátúnum í Landbroti og lést 3. desember 1870.<br> Foreldrar hans voru Jónas O...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Jónasson vinnumaður í Norðurgarði fæddist 10. desember 1847 í Hátúnum í Landbroti og lést 3. desember 1870.
Foreldrar hans voru Jónas Oddsson bóndi á Hruna á Brunasandi, V-Skaft., f. 20. mars 1822 á Kirkjubæjarklaustri, d. 15. júní 1883 á Hruna, og kona hans Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1821 í Hátúnum, d. 16. júní 1883 á Hruna.

Jónas var með foreldrum sínum til 1863, var vinnumaður í Þykkvabæ 1863-1864, á Strönd 1864-1865, á Kirkjubæjarklaustri 1865-1866. Hann var vinnumaður hjá foreldrum sínum á Hruna 1866-1867, vinnumaður í Pétursey í Mýrdal 1867-1868, fór þá að Drangshlíð u. Eyjafjöllum.
Hann fluttist frá Drangshlíð að Norðurgarði 1869, vinnumaður.
Jónas mun hafa verið veikur á geði og fór sér „í sjúkdómsæði“ 1870.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.