Þórður Sveinbjörnsson (Búastöðum)
Þórður Sveinbjörnsson vinnumaður fæddist 4. júní 1828 í Fljótsdal í Fljótshlíð og lést 2. febrúar 1860.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Árnason vinnumaður í Fljótshlíð, f. 1795, d. 1. febrúar 1839 og Margrét Gísladóttir, f. 6. maí 1797, d. 15. september 1860.
Þórður var tökubarn á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1835, var kominn að Búastöðum til Margrétar móður sinnar 1837 og var með henni þar til 1839, en 1842 hjá henni á Vesturhúsum.
1845-1850 var hann vinnumaður á Oddsstöðum, vinnumaður í Godthaab 1851-dd. Hann féll af húsi og lést af því 2. febrúar 1860, 32 ára.
Þórður var í Herfylkingunni.
I. Barnsmóðir Þórðar var
Guðríður Sigurðardóttir, þá vinnukona í Godthaab.
Barn þeirra var
1. Hildur Þórðardóttir, f. 20. september 1855, d. 21. september 1855, „fæddist veikt...“
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.