Ingibjörg Jónsdóttir (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. mars 2015 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. mars 2015 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingibjörg Jónsdóttir''' húsfreyja í Stóru-Mörk og Varmahlíð u. Eyjafjöllum, síðast í dvöl hjá Arndísi dóttur sinni á Löndum, fæddist 1791 á Skarði í Flj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Stóru-Mörk og Varmahlíð u. Eyjafjöllum, síðast í dvöl hjá Arndísi dóttur sinni á Löndum, fæddist 1791 á Skarði í Fljótshlíð og lést 31. janúar 1860 á Löndum.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi og sjómaður í Koti u. V-Eyjafjöllum 1801, f. 1749, d. fyrir mt. 1816, og kona hans Ingunn Gissurardóttir húsfreyja, f. 1759, d. 25. júlí 1833.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í Koti 1801, húsfreyja í Varmahlíð u. Eyjafjöllum 1816, í Stóru-Mörk þar 1835.
Sigurður lést 1840 og eftir það var Ingibjörg vinnukona á ýmsum stöðum, vinnukona á Stóra-Hofi á Rangárvöllum 1840 með barn sitt Sigurbjörgu, í Vetleifsholti í Holtum 1845, á Kaldbak á Rangárvöllum 1850 og 1855 og þaðan fluttist hún að Löndum 1857.
Hún lést á Löndum 1860.

Maður Ingibjargar var Sigurður Pétursson bóndi, f. 1788, d. 28. apríl 1840.
Börn þeirra hér:
1. Þuríður Sigurðardóttir, f. 1814, d. 14. september 1827.
2. Arndís Sigurðardóttir húsfreyja á Löndum f. 1829, d. 14 ágúst 1871.
3. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Hrólfsskálahelli á Landi, f. 22. ágúst 1832, d. 13. ágúst 1914.


Heimildir