Elín Erlendsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. febrúar 2015 kl. 12:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. febrúar 2015 kl. 12:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Erlendsdóttir vinnukona í Norðurgarði fæddist 1792 á Felli í Suðursveit og lést 17. nóvember 1821 í Norðurgarði.
Foreldrar hennar voru Erlendur Erlendsson bóndi, f. 1744, á lífi 1801, og kona hans Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 1749 á Holtum á Mýrum í A-Skaft., á lífi 1816 í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum.

Elín var 9 ára með foreldrum sínum á Hellum í Suðursveit 1801, var vinnukona í Efstakoti u. Eyjafjöllum 1816.
Hún fluttist frá Efstakoti að Nýjabæ 1820, var vinnukona þar til 1821, en var vinnukona í Norðurgarði við andlát í nóvember á því ári.
Hún lést úr landfarsótt 1821.

I. Barnsfaðir Elínar var Jón Einarsson útvegsbóndi, hreppstjóri og lóðs í Nýjabæ f. 1773, d. 14. marz 1846.
Barn þeirra var
1. Sigurður Jónsson, f. 30. ágúst 1821, d. 7. september 1821 úr ginklofa.


Heimildir