Katrín Halldórsdóttir (Kornhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 18:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 18:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Katrín Halldórsdóttir (Kornhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Halldórsdóttir vinnukona í Kornhól og víðar, síðar bústýra í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, fæddist í Skipagerði í V-Landeyjum 13. mars 1816 og drukknaði 14. apríl 1869.
Foreldrar hennar voru Halldór Guðmundsson bóndi í Kúfhól í A-Landeyjum, f. 5. desember 1793 í Miðkoti í V-Landeyjum, d. 5. júní 1860 í Kúfhól, og fyrri kona hans Salvör Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1795 í Skipagerði, d. 5. ágúst 1839 í Kúfhól.

Katrín var systir Brynjólfs Halldórssonar bónda í Norðurgarði, f. 1. ágúst 1825, d. 4. júní 1874.

Katrín var með móður sinni hjá móðurforeldrum sínum í Skipagerði 1816, skráð tökubarn.
Hún var 19 ára vinnukona hjá Balbroe-hjónunum í Nöjsomhed 1835, hjá Kemp-hjónunum í Godthaab 1837-1839, hjá Johannes Frahm faktori og Mariane Dorothea Caspersen Frahm í Kornhól 1840.
Katrín fluttist frá Eyjum að Bakka í A-Landeyjum 1841, var „opvarterske“ hjá Jóhannesi Frahm á Bakka í A-Landeyjum 1845 og þar var hún með barn sitt Jóhönnu Guðrúnu Jóhannesdóttur. Hún var bústýra Jóhannesar í Hólmahjáleigu þar 1846-dd. hans 1851. Þau eignuðust saman tvö börn. Annað þeirra náði nær 4 ára aldri enn hitt dó sama dag og það fæddist.
Þau Vigfús Erlendsson bjuggu í Hólmahjáleigu 1851-1868 og á Miðeyjarhólmi þar 1868-1869. Þau eignuðust 4 börn, sem náðu fullorðinsaldri.
Katrín drukknaði í Álum 1869.

I. Barnsfaðir Katrínar var Jón „einhversstaðar“.
Barnið var
1. Karlína, f. 8. júlí 1836, d. sama dag „ hlaut skemmri skírn og dó síðan“.

II. Barnsfaðir hennar var danskur matrós, Jens Pétur.
Barnið var
2. Andvana fætt piltbarn 3. september 1840 í Garðinum.

III. Barnsfaðir Katrínar var Jóhannes Illugason sjómaður, f. 1777, d. 29. júní 1860.
Barn þeirra var
3. Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja í Árnatóft í Stokkseyrarhreppi, f. 5. október 1841, d. 10. ágúst 1891.

IV. Barnsfaðir og sambýlismaður Katrínar var Johannes Frahm fyrrum verslunarstjóri í Garðinum, fráskilinn húsmaður á Bakka, en bóndi í Hólmahjáleigu 1846 til æviloka 1851.
Börn þeirra voru:
4. Þorgerður Jóhannesdóttir, f. 1. júlí 1847, d. 9. júní 1851.
5. Christian Jóhannesson, f. 27. október 1848, d. sama dag.

V. Maður Katrínar, (20. október 1851), var Vigfús Erlendsson bóndi í Hólmahjáleigu og á Miðeyjarhólmi, f. 13. mars 1827, d . 26 maí 1902.
Börn þeirra hér:
6. Erlendur Vigfússon vinnumaður í Eyvík í Grímsnesi, f. 12. febrúar 1852, d. 29. nóvember 1874.
7. Guðmundur Vigfússon bóndi í Gíslakoti u. Eyjafjöllum, f. 9. desember 1853, d. 7. apríl 1927.
8. Vilborg Vigfúsdóttir vinnukona á Ofanleiti og á Ormsvelli, f. 21. janúar 1855, d. 10. júlí 1936.
9. Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja í Spanish Fork í Utah, f. 21. ágúst 1857, d. 25. ágúst 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.