Ragnhildur Hallsdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. janúar 2015 kl. 20:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. janúar 2015 kl. 20:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Hallsdóttir húsfreyja frá Búastöðum fæddist 1776 og lést 22. september 1806 úr landfarsótt.
Foreldrar hennar voru Hallur Hróbjartsson bóndi á Búastöðum, f. um 1727, d. 3. mars 1808, og kona hans Anna Árnadóttir húsfreyja, f. 1733.

Ragnhildur var með foreldrum sínum, gift kona á Búastöðum 1801. Þar var einnig Jón Nikulásson kvæntur vinnumaður, f. 1763, maður hennar.
Hún lést 1806.

Maður Ragnhildar, (1. desember 1796), var Jón Nikulásson bóndi á Búastöðum, síðar í V-Skaft., f. 1763, d. 18. október 1835.
Börn þeirra hér:
1. Hallur Jónsson, f. 27. júní 1796, d. 3. júlí 1796 úr ginklofa.
2. Brynhildur Jónsdóttir, f. (7. febrúar) 1803, d. 14. febrúar 1803, „lifði viku“.
3. Magnús Jónsson bóndi í Álftaveri, V-Skaft., f. 14. mars 1804, d. 22. júlí 1855.
Um skeið var systursonur Jóns hjá þeim:
4. Stefán Þorleifsson, f. 1788, d. 13. september 1804.


Heimildir