Filippus Eyjólfsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2015 kl. 16:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2015 kl. 16:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Filippus Eyjólfsson''' bóndi, hreppstjóri, „barnaskólameistari“ kallaður, kennari, fæddist 1718 og lést 20. október 1791.<br> Hann var bóndi á [[Búastaðir|Búast...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Filippus Eyjólfsson bóndi, hreppstjóri, „barnaskólameistari“ kallaður, kennari, fæddist 1718 og lést 20. október 1791.
Hann var bóndi á Búastöðum 1762, Stakkagerði, og Miðhúsum 1790.
Filippus var óskólagenginn, en talinn vel að sér. Hann var því fenginn til að kenna börnum á heimili sínu við upphaf fyrstu tilrauna til skipulegrar barnakennslu í Eyjum um 1745. (sjá nánar Blik 1959).
Hans er líka minnst vegna ráns sem hann varð fyrir 1790 og mun hafa átt þátt í dauða hans ári síðar. Sjá Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, Miðhúsaránið.


Heimildir