Kristín Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2014 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2014 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum, fæddist 20. nóvember 1843 og lést 20. janúar 1895.
Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 4. júlí 1824, d. 24. mars 1868, og Jón Jónsson sjómaður, síðar sjávarbóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865.

Kristín var á Kirkjubæ hjá ömmu sinni og með móður sinni 1845, var 8 ára tökubarn hjá ömmu sinni Ingibjörgu Erasmusdóttur á Kirkjubæ 1850, en þar var móðir hennar Margrét og Pétur Halldórsson var þar fyrirvinna. Þá var hún hjá móður sinni á Vilborgarstöðum 1855, en 18 ára vinnukona í Ömpuhjalli 1860.
Húsfreyja var hún í Ystabæli u. Eyjafjöllum 1870, 1880 og 1890.
Kristín lést 1895.

Maður Kristínar var Guðmundur Guðmundsson bóndi í Ystabæli, f. 19. apríl 1830, d. 23. júlí 1902.
Börn þeirra hér:
Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. um 1862.
Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. um 1867.
Ágúst Guðmundsson, f. 1873. Hann hefur líklega dáið ungur.
Ágústa Guðmundsdóttir, f 21. júlí 1885, d. 11. október 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Arnes – síðasti útilegumaðurinn. Kristinn Helgason. Fjölvaútgáfa 1997.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.