Sesselja Helgadóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2014 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2014 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sesselja Helgadóttir''' húsfreyja frá Brattholti í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja í Ranakoti þar og síðar á Miðhúsum, fæddist 1791 og lést 30. maí 1866.<br> Foreld...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sesselja Helgadóttir húsfreyja frá Brattholti í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja í Ranakoti þar og síðar á Miðhúsum, fæddist 1791 og lést 30. maí 1866.
Foreldrar hennar voru Helgi Sigurðsson bóndi í Ásgarði í Grímsnesi, síðan í Brattholti og Stokkseyrarseli í Stokkseyrarhreppi, af Ásgarðsætt í Grímsnesi, f. 1750, d. 29. apríl 1814, og kona hans Elín Einarsdóttir húsfreyja, f. 1757.

Sesselja var með foreldrum sínum í Brattholti 1801, húsfreyja í Ranakoti 1813-1820, 4 barna móðir þar 1818.
Maður hennar Jón Vigfússon varð úti í Ólafsskarði 1820. Hún bjó áfram í Ranakoti til ársins 1823.
Sesselja fluttist til Eyja með Sigurð 10 ára son sinn 1826 og ráðin að Ofanleiti.
Hún giftist Sigurði 1829. Þau bjuggu allan búskap sinn á Miðhúsum. Sesselja eignaðist tvær dætur með Sigurði, en þær létust báðar á fyrstu dögum sínum úr ginklofa.
Hún lést á Miðhúsum 1866 úr „kvefsótt“.

Sesselja var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Vigfússon bóndi í Ranakoti, skírður 13. október 1783 í Ártúnum á Rangárvöllum, varð úti í Ólafsskarði 17. desember 1820.
Börn þeirra voru:
1. Jón Jónsson, f. 1810 í Brattholti.
2. Elín Jónsdóttir, f. 1814 í Ranakoti, d. 15. júní 1885.
3. Sigurður Jónsson vinnumaður, f. 1815, d. 22. ágúst 1848.
4. Jón Jónsson, f. 1817 í Ranakoti, d. 11. febrúar 1850.

II. Síðari maður Sesselju, (3. nóvember 1829), var Sigurður Jónsson frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, bóndi og meðhjálpari á Miðhúsum, f. 15. september 1787, d. 20. júní 1863.
Börn þeirra hér:
5. Guðrún Sigurðardóttir, f. 6. nóvember 1832, d. 11. nóvember 1832 úr ginklofa.
6. Sesselja Sigurðardóttir, f. 27. október 1837, d. 4. nóvember 1837 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.