Tómasarbær
Tómasarbær var býli í byggð 1703.
Í jarðabókinni í maí 1704 er bæjarins ekki getið, en annar fyrri ábúenda, Emerentsíana Ásgeirsdóttir húsfreyja er þá talin með ábúendum á Ofanleiti. Líklegt þykir, að Tómasarbær hafi verið hjáleiga Ofanleitis.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn 1913-1917.