Ásmundur Ásmundsson (Ólafshúsum)
Ásmundur Ásmundsson vinnumaður fæddist 1801 í Stokkseyrarseli í Flóa og hrapaði til bana 20. júní 1846.
Móðir hans var Guðrún Jónsdóttir vinnukona í Eystra-Stokkseyrarseli 1801.
Ásmundur var tökupiltur á Butraldastöðum í Teigssókn 1816, vinnumaður á Ofanleiti 1835, tómthúsmaður í Kastala 1840, vinnumaður í Götu 1845. Hann hrapaði til bana „ í sjó“ 1846.
Kona Ásmundar, (5. október 1824), var Margrét Guðmundsdóttir frá Ólafshúsum, f. 8. ágúst 1792, d. 29. júní 1862.
Barn þeirra hér:
3. Valgerður Ásmundsdóttir, f. 17. október 1825, d. 28. október 1825 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.