Kleifar
Kleifar.
Örnefni í Vestmannaeyjum. Þorkell Jóhannesson. Hið íslenzka þjóðvinafélag 1938:
Þegar farið er upp á Heimaklett að vestan, upp frá Eiðinu, er fyrst allháan hamar upp að fara. Voru þar áður klöppuð höld í bergið, en nú er þar stigi. Þar fyrir ofan er grashjalli og tekur þá við annar hamar nokkru lægri. Er Hetta þar fyrir ofan, hár hamar, en heldur tæpt einstigi undir Hettu, og tekur þá við allbrött grasbrekka, og greiðfært úr því upp á Hákolla. Hamrabeltin tvö neðan við Hettu heita Kleifar að réttu lagi, þótt nú sé fremur með heiti þessu táknaðir grashjallarnir ofan við þau. Er neðri hamarinn kallaður Neðri- og hinn Efri-Kleifar.
Heimildir
- Örnefni í Vestmannaeyjum. Þorkell Jóhannesson. Hið íslenzka þjóðvinafélag 1938.