Guðrún Sigurðardóttir (Fredensbolig)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 19:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 19:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Sigurðardóttir (Fredensbolig)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigurðardóttir frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, húsfreyja í Fredensbolig, fæddist 14. maí 1814 og lést 16. júlí 1842.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson (Stakkagerði)Sigurður Jónsson bóndi í Hallgeirsey, f. 1773, d. 24. janúar 1856 í Eyjum, og kona hans, Kristín Ólafsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1775, d. 30. maí 1859.
Guðrún var alsystir Sesselju Sigurðardóttur húsfreyju og ljósmóður í Stakkagerði.
Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún var 2 ára með þeim í Hallgeirsey 1816, 26 ára húsfreyja í Fredensbolig í Eyjum 1840 með Lars og barninu Amelie Christine 3 ára. Ingunn fæddist 1841, og Guðrún lést ári síðar.

Maður Guðrúnar var Lars Tranberg skipstjóri og hafnsögumaður, f. um 1805, d. 30. september 1860 í Eyjum. Hún var fyrri kona hans.
Börn Guðrúnar og Lars:
1. Amalía Kristín Larsdóttir, f. 1837, d. 10. febrúar 1847.
2. Ane Marie Larsdóttir, f. 18. október 1939.
3. Ingunn Ane Marie Larsdóttir, f. 6. maí 1841. Hún bjó í Danmörku.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.