Valgerður Eiríksdóttir (Skálholti)
Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, síðast á Elliheimilinu, fæddist 30. september 1870 í Skurðbæ í Meðallandi og lést 7. júní 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Sigurðsson vinnumaður í Eskey í A-Skaft. og Halldóra Árnadóttir, f. 7. apríl 1833, d. 20. ágúst 1923.
Valgerður var niðursetningur á ýmsum bæjum í V-Skaft. til ársins 1884, síðan vinnukona á ýmsum bæjum þar til ársins 1916.
Hún fór að Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði 1916, var húsfreyja í Búðakauptúni 1920 og enn 1950. Hún fluttist til Eyja og bjó að Hvítingavegi 6, (Ljósheimum). Síðustu ár sín var hún vistmaður á Elliheimilinu.
I. Maður Valgerðar, (21. desember 1916), var Jón Samúel Stefánsson tómthúsmaður á Gili í Fáskrúðsfirði, f. 10. júní 1888.
1. Fósturbarn þeirra var Sigurður Þórðarson útgerðarmaður og fiskverkandi, f. 10. mars 1918, d. 9. september 1991.
II. Barnsfaðir Valgerðar var Guðbrandur Þorsteinsson, síðar bóndi á Loftsölum í Mýrdal, f. 12. desember 1869, d. 25. júlí 1951.
Barn þeirra var
2. Solveig Guðbrandsdóttir, f. 28. júní 1895, d. 8. júlí 1895.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Bryndís Sigurðardóttir.