Jón Pétursson (Elínarhúsi)
Jón Pétursson formaður í Elínarhúsi fæddist á Reyni í Mýrdal 29. mars 1829 og lést 15. júlí 1868 í Elínarhúsi.
Foreldrar hans voru Pétur Jónsson sjómaður í Elínarhúsi, f. 1. október 1800, d. 15. maí 1859, og kona hans, Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1806, d. 28. febrúar 1880.
Jón var með móður sinni á Reyni 1835. Þá fór hann til Eyja og var þar með foreldrum sínum í Elínarhúsi 1835 og bjó þar síðan.
Hann var formaður til æviloka.
Kona Jóns var Vilborg Þórðardóttir, f. 4. febrúar 1831. Hann var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Sigurður Árnason. Þau fóru til Vesturheims með börn Vilborgar 1874.
Börn Jóns og Vilborgar hér:
1. Andvana fædd stúlka 21. september 1857.
2. Guðrún Soffía Jónsdóttir, f. 25. janúar 1863, fór til Utah 1874. Hún giftist Pétri Valgarðssyni úr Reykjavík. Þau bjuggu í Alberta í Kanada.
3. Ólöf Þóranna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1864, fór til Utah 1874.
4. Jóhann Pétur Jónsson, f. 6. október 1866, fór til Utah 1874. Hann kvæntist Sólrúnu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Guðmundssonar í París. Hún fluttist vestur 1888, 20 ára vinnukona frá Juliushaab.
5. Vilhjálmur Jónsson, f. 27. apríl 1868, fór til Utah 1874.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.