Bjarni Sigvaldason (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. mars 2014 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. mars 2014 kl. 17:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Sigvaldason bóndi á Vesturhúsum og Löndum fæddist um 1757, líklega í Skaftártungu í V-Skaft.
Foreldrar hans voru líklega Sigvaldi Árnason bóndi í Hvammi og á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1720, og ónefnd kona hans, f. 1722.

Bróðir Bjarna var Símon Sigvaldason bóndi á Steinsstöðum, f. 1763.

Bjarni var bóndi í Jórvík í Álftaveri 1783 eða fyrr til 1784, er hann flúði Eldinn til Eyja ásamt fyrri konu sinni, barni sínu á fyrsta ári og tengdamóður sinni Steinunni Runólfsdóttur .
Hann var bóndi á Vesturhúsum í Eyjum 1787, þá svaramaður við giftingu Símonar bróður síns.
Hann var dæmdur 1791 fyrir þátttöku í Miðhúsaráninu og sat í fangelsi í Reykjavík. Þar bjó hann 1801 með síðari konu sinni Ingibjörgu Magnúsdóttur og syni hennar Magnúsi Magnússyni og í Hlíðarhúsi þar 1816 með Ingibjörgu og Rannveigu dóttur þeirra 12 ára.
Þau dvöldu í elli sinni hjá Magnúsi syni Ingibjargar í Ey í V-Landeyjum.

Bjarni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans (skildu) var Ragnhildur Þorsteinsdóttir, síðar húsfreyja í Jórvík í Álftaveri og víðar, f. 1760, d. 24. júlí 1843. Lýstur faðir hennar, sr. Þorsteinn Jónsson, sór fyrir hana og því gekk hún í fyrstu undir nafninu Ragnhildur Steinunnardóttir.
Börn Bjarna og Ragnhildar voru:
1. Barn, sem dó ungt.
2. Katrín Bjarnadóttir, f. 1784, lést á flóttanum undan Skaftáreldum.
3. Jón Bjarnason, (f. 4. nóvember), d. 13. nóvember 1785, „1 viku og tveggja daga, dó af ginklofa“.
4. Andvana fædd stúlka 26. apríl 1788.
5. Andvana fæddur sonur í október 1789.

II. Síðari kona Bjarna var Ingibjörg Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 1764.
Barn þeirra var
3. Rannveig Bjarnadóttir, f. 19. september 1803 í Nýjabæ á Seltjarnarnesi, d. 2. september 1868.
4. og 5. (Steingrímur Jónsson biskup telur Bjarna hafa átt 3 börn í Reykjvík).
Sonur Ingibjargar og fóstursonur Bjarna var
6. Magnús Magnússon, f. 1792.

III. Barnsmóðir Bjarna var Kristín Jónsdóttir, þá vinnukona í Skálmarbæ í Álftaveri, f. 1735.
Barnið var
4. Sigríður Bjarnadóttir (líka nefnd Kristínardóttir), f. 1780. Hún varð síðar kona Ólafs Hinrikssonar bónda í Fjósakoti í Meðallandi.


Heimildir