Bjarni Sigvaldason (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2014 kl. 20:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2014 kl. 20:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bjarni Sigvaldason''' bóndi á Vesturhúsum og Löndum fæddist um 1757, líklega í Skaftártungu í V-Skaft.<br> Foreldrar hans voru líklega Sigvaldi Árnason bóndi ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Sigvaldason bóndi á Vesturhúsum og Löndum fæddist um 1757, líklega í Skaftártungu í V-Skaft.
Foreldrar hans voru líklega Sigvaldi Árnason bóndi í Hvammi og á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1720, og ónefnd kona hans, f. 1722.

Bróðir Bjarna var Símon Sigvaldason bóndi á Steinsstöðum, f. 1763.

Bjarni var bóndi í Jórvík í Álftaveri 1783 eða fyrr til 1784, er hann flúði Eldinn til Eyja ásamt fyrri konu sinni, barni sínu á fyrsta ári og tengdamóður sinni Steinunni Runólfsdóttur .
Hann var bóndi á Vesturhúsum í Eyjum 1787, þá svaramaður við giftingu Símonar bróður síns.
Hann var dæmdur 1791 fyrir þátttöku í Miðhúsaráninu og sat í fangelsi í Reykjavík. Þar bjó hann 1801 með síðari konu sinni Ingibjörgu Magnúsdóttur og syni hennar Magnúsi Magnússyni og í Hlíðarhúsi þar 1816 með Ingibjörgu og Rannveigu dóttur þeirra 12 ára.
Þau dvöldu í elli sinni hjá Magnúsi syni Ingibjargar í Ey í V-Landeyjum.

Bjarni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans (skildu) var Ragnhildur Þorsteinsdóttir, síðar húsfreyja í Jórvík í Álftaveri og víðar, f. 1760, d. 24. júlí 1843. Lýstur faðir hennar, sr. Þorsteinn Jónsson, sór fyrir hana og því gekk hún í fyrstu undir nafninu Ragnhildur Steinunnardóttir.
Börn Bjarna og Ragnhildar voru:
1. Barn, sem dó ungt.
2. Katrín Bjarnadóttir, f. 1784, lést á flóttanum undan Skaftáreldum.
3. Jón Bjarnason, d. 13. nóvember 1785 úr ginklofa.
4. Andvana fædd stúlka 26. apríl 1788.
5. Andvana fæddur sonur í október 1789.

II. Síðari kona Bjarna var Ingibjörg Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 1764.
Barn þeirra var
3. Rannveig Bjarnadóttir, f. 19. september 1803 í Nýjabæ á Seltjarnarnesi, d. 2. september 1868.
4. og 5. (Steingrímur Jónsson biskup telur Bjarna hafa átt 3 börn í Reykjvík).
Sonur Ingibjargar og fóstursonur Bjarna var
6. Magnús Magnússon, f. 1792.

III. Barnsmóðir Bjarna var Kristín Jónsdóttir, þá vinnukona í Skálmarbæ í Álftaveri, f. 1735.
Barnið var
4. Sigríður Bjarnadóttir (líka nefnd Kristínardóttir), f. 1780. Hún varð síðar kona Ólafs Hinrikssonar bónda í Fjósakoti í Meðallandi.


Heimildir