Jón Pétursson yngri (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. desember 2013 kl. 20:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. desember 2013 kl. 20:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Pétursson''' bóndi í Elínarhúsi fæddist 2. maí 1849 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal og hrapaði til bana úr Klifi 26. ágúst 1878.<br> Foreldrar hans voru P...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Pétursson bóndi í Elínarhúsi fæddist 2. maí 1849 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal og hrapaði til bana úr Klifi 26. ágúst 1878.
Foreldrar hans voru Pétur bóndi í Vatnsskarðshólum, f. 11. júlí 1817 á Syðsta-Hvoli þar, d. 3. júní 1866 í Vatnsskarðshólum, Erlendsson og kona hans Guðríður húsfreyja, f. 27. ágúst 1823 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 27. júní 1910 á Rauðhálsi þar.

Jón var með foreldrum sínum til 1868. Hann var vinnumaður í Draumbæ 1870, en bóndi í Elínarhúsi við andlát 1878.
Hann lést af slysförum 1878.

Kona Jóns var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Elínarhúsi, síðar í Vesturheimi, f. 1840.
Barn þeirra hér:
Jóhanna Petrína Jónsdóttir, f. 24 apríl 1878, d. 19. júlí 1890, 12 ára.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.