Þjóðhátíð í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2005 kl. 21:29 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2005 kl. 21:29 eftir Sigurgeir (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1990 1991 1992

Lagið Þjóðhátíð í Eyjum var þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1991.

Meðan húmið siglir sund
sælufunda leitum.
Göngum saman létt í lund,
lífsins gleði neitum.
Þessi dalur, þetta bál,
þessar fögru nætur.
Veigar dans og vinarmál
verma hjartarætur.
Ástin vekur unga snót,
allt er fegurð vafið.
Bjarma slær á gras og grjót,
gleym­mér ei og hafið.
Amorskröftum nóttin nær,
nötra fjallastráin.
Enginn veit hvern endi fær
ævintýraþráin.
Vinur hvert sem ferðu frá
fjalladýrð og meyjum.
Meðan lifir þú munt þrá
þjóðhátíð í Eyjum.
Hærra öll nú hefjum róm
hér við loga bjarta.
Látum bergsins enduróm
ylja hverju hjarta.
Verum kát og frjáls og frí
felum dapurt sinni.
Eyjalögin enn á ný
efla náin kynni.
Lag: Geirmundur Valtýsson
Texti: Guðjón Weihe