Vilborg Þórðardóttir (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2013 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2013 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Þórðardóttir húsfreyja í Elínarhúsi fæddist 4. febrúar 1831 og lést í Vesturheimi.
Faðir hennar var Þórður bóndi á Hjáleigusöndum og Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 1782 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 27. júlí 1838 á Hjáleigusöndum, Sveinsson bónda, síðast á Hryggjum í Mýrdal, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal og Áshól u. Eyjafjöllum, f. 1715, og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Þórðar á Hjáleigusöndum og kona Sveins á Hryggjum var Guðrún húsfreyja, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1838 á Skeiðflöt, Þórðardóttir prests í Kálfholti, f. 1727, d. 20. desember 1770, Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1734, d. 23. ágúst 1824, Þorsteinsdóttur.

Móðir Vilborgar í Elínarhúsi og síðari kona Þórðar á Hjáleigusöndum var Ólöf húsfreyja, f. 1789, d. 16. apríl 1859, Þorbjörnsdóttir bónda í Ásólfsskála 1801, f. 1772, Árnasonar Þorbjörnssonar, og konu Þorbjörns í Ásólfsskála, Vilborgar húsfreyju, f. 1771, Tómasdóttur.

Vilborg var systurdóttir Vigdísar Þorbjörnsdóttur í Svaðkoti og Eyjólfs hreppstjóra á Búastöðum.

Vilborg var með foreldrum sínum á Hjáleigusöndum 1835.
Hún var vinnukona í Ólafshúsum 1845, vinnukona í Frydendal 1857. Vinnukona í Elínarhúsi var hún 1860 og húsfreyja þar 1870.
Vilborg fluttist til Vesturheims 1874 með Sigurði Árnasyni, síðari manni sínum, og 4 börnum af fyrra hjónabandi sínu.

Vilborg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Pétursson formaður, f. 29. mars 1829, d. 15. júlí 1868.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fædd stúlka 21. september 1857.
2. Guðrún Soffía Jónsdóttir, f. 25. janúar 1863, fór til Utah 1874. Hún giftist Pétri Valgarðssyni úr Reykjavík. Þau bjuggu í Alberta í Kanada.
3. Ólöf Þóranna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1864, fór til Utah 1874.
4. Jóhann Pétur Jónsson, f. 6. október 1866, fór til Utah 1874. Hann kvæntist Sólrúnu Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar Guðmundssonar í París. Hún fluttist vestur 1888, 20 ára vinnukona frá Juliushaab
5. Vilhjálmur Jónsson, f. 27. apríl 1868, fór til Utah 1874.

II. Síðari maður Vilborgar var Sigurður Árnason, f. 1842.


Heimildir