Ritverk Árna Árnasonar/Hinsta kveðja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. ágúst 2013 kl. 21:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. ágúst 2013 kl. 21:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <br> <br> <br> ::::::Úr fórum Árna Árnasonar <br> :::::::<big><big>Hinsta kveðja</big></big> ::::::(flutt á lundamannahófi 1961) ::::Á lundamannahófi 1961 var og sungin efti...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Hinsta kveðja
(flutt á lundamannahófi 1961)
Á lundamannahófi 1961 var og sungin eftirfarandi kveðja frá Árna.
Hér kveður aðeins við annan tón og ljóst,
að hann gerir sér grein fyrir, hvert stefnir.
Þetta er hinsta kveðja hans til félagsins.
Hann lést ári síðar. (Heimaslóð).
Lag: Ennþá er fagurt til fjalla.
Nú hausts lít ég sólina síga
og söngfuglaher kveðja land,
en bylgjurnar hefjast og hníga
svo hljóðar við fjarðarins sand.
En haustið í faðmi sér flytur
mér fleira en augað þó sér,
því leiðindin beiskleg og bitur
þau brenna hið innra með mér.


Og Eyjan, sem hugur minn hefur
þó hafið til skýja og dáð,
mér stjakar á gaddinn og grefur
þann gróður, er hafði ég sáð.
Í fjarlægð því sit ég og syrgi
nú suðurlands gyðjunnar yl,
en veiðimanns brosið ég byrgi
í byggð, sem mér heyrir ei til.
Á.Á. 1961


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit