Ritverk Árna Árnasonar/Björn Finnbogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Björn Finnbogason“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Björn er meðalmaður að hæð, dökkhærður, fríður sýnum sem og allir bræður hans, þrekinn í meðallagi, léttur í öllum hreyfingum, vel styrkur og liðugur maður.
Hann er ákaflega skapléttur og hrókur alls fagnaðar, mjög vel látinn og vinmargur. Hann hefir verið mjög við lundaveiðar í Elliðaey og mun ávallt verða talinn með bestu veiðimönnum Eyjanna. Hin síðari ár hefir hann veitt á Heimalandinu, en hættur úteyjaferðum, enda kominn nær sjötugu. Hann er heiðursfélagi í Félagi bjargveiðimanna.
Björn var formaður á vélbátum, sækinn og mjög aflasæll, vel efnum búinn og mætur borgari. Enn stundar hann sjóinn sér til gamans. Hann er ern og frísklegur á velli, skapléttur, hýr og kátur í viðmóti.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Björn Finnbogason