Ritverk Árna Árnasonar/Guðni Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 14:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 14:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Guðni Jónsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Guðni var frekar hár vexti og mjög þrekinn, svartur á brún og brá, feitur og breiðleitur, en fríður ásýndum og allur hinn gjörvulegasti maður. Hann var mjög vel sterkur, snar og vel liðugur, enda töluvert þjálfaður íþróttamaður, t.d. í glímum, knattspyrnu o.fl. Hann var vel kátur í allri framkomu og dagfarsprúður.
Hann var töluvert við bjargferðir og lundaveiði, harðduglegur maður, en veiðimaður á lunda vart meiri en meðalmaður, enda stundaði hann lundaveiðar ekki að staðaldri og mjög lítið síðustu árin.
Lífsstarf Guðna var sjómennska, harðduglegur sjómaður, sækinn og aflasæll og hefði ábyggilega orðið hér með fremstu formönnum, en hann fórst með bát sínum og allri skipshöfn þann 12. febrúar 1944 aðeins rúmlega fertugur að aldri.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Guðni Jónsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit