Ritverk Árna Árnasonar/Böðvar Jónsson (Háagarði)
Böðvar Jónsson verksmiðjustjóri frá Háagarði fæddist 8. desember 1911 í Holti í Álftaveri, V-Skaft., og lést 18. febrúar 1997.
Faðir hans var Jón Sverrisson yfirfiskimatsmaður í Eyjum, f. 22. janúar 1871 í Nýjabæ í Meðallandi, d. 5. mars 1968.
Móðir Böðvars og kona Jóns Sverrissonar var Sólveig Jónína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1879 í Fagradal Mýrdal, d. 21. apríl 1955.
Kona Böðvars var Steinunn Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja frá Dal, f. 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960.
Börn Böðvars og Ágústu:
1. Jón Einar Böðvarsson iðnaðarverkfræðingur, f. 27. júlí 1936.
2. Hrafnhildur Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1944.
3. Magnús Böðvarsson læknir, f. 4. október 1949.
4. Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, fasteignasali, f. 22. nóvember 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga ehf. 2000.
- Magnús Böðvarsson.
- Manntöl.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.