Ritverk Árna Árnasonar/Árni Ólafsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2013 kl. 18:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2013 kl. 18:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Árni Ólafsson''' á Löndum fæddist 18. janúar 1896 og drukknaði 3. mars 1918.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Svipmundsson bóndi á Loftsölum í Mýrdal, síðar b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árni Ólafsson á Löndum fæddist 18. janúar 1896 og drukknaði 3. mars 1918.
Foreldrar hans voru Ólafur Svipmundsson bóndi á Loftsölum í Mýrdal, síðar búsettur á Löndum, f. 27. maí 1867 á Loftsölum í Mýrdal, d. 1. júní 1946 í Eyjum, og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir húsfreyja á Loftsölum, f. 1. september 1864 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 18. ágúst 1903 á Loftsölum.

Árni lést ókvæntur og barnlaus, fórst með v/b Adólf VE-191 3. mars 1918, líklega á Rófuboða í austan stórviðri og byl.


Heimildir