Guðrún Rafnsdóttir (Stakkagerði-vestra)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júlí 2013 kl. 10:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júlí 2013 kl. 10:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Rafnsdóttir.

Guðrún Rafnsdóttir húsfreyja í Vestra-Stakkagerði fæddist 22. mars 1910 á Grundarfirði og lést 25. október 2004.
Foreldrar hennar voru Rafn Júlíus Símonarson frá Norðfirði, sjómaður og útgerðarmaður þar, síðar verslunarmaður á Litlu-Löndum í Eyjum, f. 1. júlí 1866, d. 9. júlí 1933 og kona hans Guðrún Gísladóttir húsfreyja og saumakona í Vindheimi í Norðfirði 1901, f. 27. júní 1872, d. 5. janúar 1912.

Guðrún var systir Helgu Rafnsdóttur konu Ísleifs Högnasonar, og Jóns Rafnssonar verkalýðsleiðtoga.

Maður (skildu) Guðrúnar Rafnsdóttur var Þórarinn Bernótusson frá Vestra-Stakkagerði, f. 20. maí 1908, d. 10. ágúst 1943.
Guðrún fluttist til Eyja 1920. Hún var húsfreyja í Vestra-Stakkagerði 1930. Hún bjó síðast í Reykjavík.
Barn þeirra Þórarins og Guðrúnar var
Hilmar Bernótus Þórarinsson rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri í Garðabæ, f. 8. desember 1929, d. 14. júní 1992. Hann ólst upp hjá frænku sinni (ömmusystur) Guðbjörgu Þórðardóttur húsfreyju á Fífilgötu 3 og manni hennar Árna hafnsögumanni Þórarinssyni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Garður.is.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.