Guðrún Eyjólfsdóttir (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. maí 2013 kl. 12:06 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2013 kl. 12:06 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Eyjólfsdóttir''' húsfreyja í Elínarhúsi fæddist 1. mars 1806 í Álftagróf í Mýrdal og lést 28. febrúar 1880 í Elínarhúsi.<br> Faðir hennar var Eyjólfur ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja í Elínarhúsi fæddist 1. mars 1806 í Álftagróf í Mýrdal og lést 28. febrúar 1880 í Elínarhúsi.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi, síðast á Reyni, f. 1776, Stefánsson bónda í Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 23. ágúst 1806 á Fossi á Síðu, d. 9. júlí 1858 í Kálfafellskoti, Eyjólfssonar bónda í Kálfafellskoti og á Núpstað í Fljótshverfi, f. á Núpstað, skírður 6. febrúar 1775, d. 26. desember 1859 þar, Hannessonar, og konu Eyjólfs Hannessonar, Bjargar húsfreyju, f. 1781 á Felli í Suðursveit, A-Skaft., d. 26. nóvember 1860 á Núpstað, Stefánsdóttur.
Móðir Eyjólfs Stefánssonar bónda á Reyni og kona Stefáns var Anna húsfreyja, f. 1740, d. 26. október 1829 í Pétursey, Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar í Elínarhúsi og kona Eyjólfs á Reyni var Guðrún húsfreyja, f. 1768 í Mýrdal, d. 30. júlí 1846 í Svaðbæli, Jónsdóttir.

Guðrún í Elínarhúsi var með foreldrum sínum til ársins 1835. Þá fór hún til Eyja. Þar var hún húsfreyja í Elínarhúsi 1845 og til æviloka, en ekkja þar frá 1859.

Maður Guðrúnar var Pétur Jónsson sjómaður í Elínarhúsi, f 1. október 1800 í Presthúsum Mýrdal, d. 15. maí 1859.
Börn Guðrúnar og Péturs:
1. Jón Pétursson formaður í Elínarhúsi, f. 29. mars 1829 á Reyni í Mýrdal, d. 15. júlí 1868 í Elínarhúsi, kvæntur Vilborgu Þórðardóttur. Hann var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Sigurður Árnason í Elínarhúsi. Þau fóru til Vesturheims, ásamt börnum Vilborgar og Jóns.
2. Guðmundur Pétursson sjómaður, f. 1836, var á lífi 1890.
3. Ólafur Pétursson, f. 1846. Var með fjölskyldunni í Elínarhúsi 1850.


Heimildir