Valgerður Erla Óskarsdóttir (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. apríl 2013 kl. 21:29 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. apríl 2013 kl. 21:29 eftir Víglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Erla Óskarsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona og skólastarfsmaður fæddist 24. maí 1837.
Foreldrar Erlu voru Óskar P. Einarsson lögregluþjónn frá Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 11. janúar 1908, d. 13. maí 1978 og kona hans Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja frá Arnarhóli, f. 11. janúar 1911, d. 25. mars 2001.
Valgerður Erla hefur unnið að ýmsu um dagana. Auk stórs heimilis vann hún við fiskiðnað um skeið. Hún starfaði við barnaskólann og sjúkrahúsið. Hún hafði m.a. þann starfa með höndum að kenna börnunum að fluorbursta tennurnar og er það kunnugt úr barnaskólarevíum þess tíma.
Maður Erlu, (26. nóvember 1955), er Friðrik Ásmundsson frá Löndum, skipstjóri um árabil, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og ritstjóri Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja.
Börn þeirra eru:
1. Ásmundur Friðriksson, f. 21. janúar 1956.
2. Óskar Pétur Friðriksson , f. 19. júní 1958.
3. Elías Jörundur Friðriksson, f. 2. júní 1967.


Heimildir