Náttúrustofa Suðurlands

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2012 kl. 10:48 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2012 kl. 10:48 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helstu hlutverk Náttúrustofu Suðurlands eru meðal annars að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Suðurlands, stuðla að æskilegri landnýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál bæði fyrir almenning og í skólum á Suðurlandi og að veita Vestmannaeyjabæ og öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi umbeðna aðstoð og ráðgjöf á verksviði stofunnar til dæmis vegna nýtingar náttúrulegra auðlinda.

Á meðal verkefna sem Náttúrustofa Suðurlands hefur verið að sinna er náttúrufarslýsing Vestmannaeyja vegna aðalskipulags Vestmannaeyja 2002-2014 og fæða og afkoma lundans í Vestmannaeyjum.

Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum er Ingvar Atli Sigurðsson. Náttúrustofan er til húsa að Strandvegi 50. Árið 2006 er stjórn Náttúrustofu skipuð Ólafi Lárussyni, Margréti Lilju Magnúsdóttur og Sigurhönnu Friðþórsdóttur.


Heimildir