Hallgrímur Þorsteinsson
Hallgrímur Þorsteinsson, söngkennari, var fæddur 10. apríl árið 1864 og lést 9. nóvember 1952. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Hann var einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar.
Hallgrímur stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja í þrjú sumur, frá 1925 – 1927.
Sjá einnig:
- Blik 1972|Lúðrasveitir í Vestmannaeyjum, fyrri hluti.
- Blik 1972|Lúðrasveitir í Vestmannaeyjum, síðari hluti.
- Blik 1972|Þrír hljómsveitarstjórar í Vestmannaeyjum.