Guðrún Bjarnadóttir (Strönd)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. júlí 2012 kl. 09:59 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júlí 2012 kl. 09:59 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Bjarnadóttir fæddist 13. janúar 1879 í Holtssókn, Rangárvallasýslu, og lést 17. nóvember 1954. Foreldrar Guðrúnar Bjarnadóttur voru Bjarni Jónsson, f. í Langholtssókn, Meðallandsþingi, V-Skaft. 1. desember 1830 d. 11. júlí 1900 og Guðrún Arnoddsdóttir, f. í Eyvindarhólasókn 30. apríl 1843 d. 9. nóvember 1901. Hún var ein tíu systkina.

Eiginmaður hennar var Ólafs Diðriks Sigurðssonar frá Strönd og áttu þau 10 börn:

  • Sigurður Gunnar, f. 19. maí 1903 d. 24. febrúar 1924
  • Bjarni Júlíus, f. 1. júlí 1905 d. 13. maí 1981
  • Guðrún, f. 27. október 1906 d. 19. desember 1995
  • Einar, f. 1. maí 1910 d. 23. mars 1967
  • Ingibjörg, tvíburi við Einar, f. 1. maí 1910 d. 4. apríl 1913
  • Guðrún Lilja, f. 30. júlí 1911 d. 2. apríl 1993
  • Ingibjörg Gyða, f. 9. júlí 1914 d. 21. apríl 1951
  • Jórunn Ella, f. 20. júlí 1918 d. 15. apríl 1942
  • Guðný Unnur, tvíburi við Jórunni, f. 20. júlí 1918 dó ung.
  • Erla Unnur, f. 22. nóvember 1922 d. 9. júní 1991

Myndir