Anna Jónsdóttir (Blátindi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júní 2012 kl. 09:14 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júní 2012 kl. 09:14 eftir Daniel (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250px|Þorsteinn og Anna '''Anna Jónsdóttir''' fæddist á Brekku í Vestmannaeyjum 11. október 1917 og lést 9. júlí 2007. Foreld...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn og Anna

Anna Jónsdóttir fæddist á Brekku í Vestmannaeyjum 11. október 1917 og lést 9. júlí 2007. Foreldrar hennar voru Stefanía Einarsdóttir húsmóðir og Jón Ólafsson útvegsbóndi. Systkini Önnu voru Emilía Eygló Jónsdóttir alsystir, Ólafur Jónsson hálfbróðir þeirra, Magnús Jónsson fósturbróðir og Guðrún Sigurðardóttir uppeldissystir þeirra.

Eiginmaður Önnu var Þorsteinn Sigurðsson, Þau giftust 23. nóvember 1940. Dætur þeirra eru Sigrún og Stefanía.

Þau byggðu sér hús við Heimagötu, sem nefnt var Blátindur. Það fór undir hraun og byggðu þau annan Blátind við Illugagötu.