Útgerðarsaga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. ágúst 2005 kl. 14:02 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. ágúst 2005 kl. 14:02 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Skipafloti Vestmannaeyja samanstendur mestmegnis af fiskiskipum sem eru í útgerð að minnsta kosti hluta ársins. Frá því að byggð hófst á Íslandi hafa Vestmannaeyjar verið mjög mikilvæg verstöð, en það hlutverk margelfdist þegar að vélbátavæðingin hófst. Ýmsir frægir eyjamenn hafa unnið í fiskiðnaði, en þá ber helst að nefna Binna í Gröf, aflakóng.

Vélbátaútgerð hófst í byrjun 20. aldar.

Vegna þess hve stutt er á miðin frá Vestmannaeyjum hafa eyjarnar skipað ser sess sem stærsta verstöð Íslands. Þegar mest var voru Vestmannaeyjar að skapa um þriðjung af útflutningstekjum þjóðarinnar, en þó voru ekki nema um 5% af þjóðinni búsett í Vestmannaeyjum á þeim tíma. Á seinni árum hefur hinsvegar hallað undan fæti vegna flutnings á fiskikvóta milli byggða.

Útgerð er órjúfanlegur hluti af Vestmannaeyjum og verður því farið djúpt í sögu útgerðar hér.


20. öldin

Sjómenn að störfum
Aukin atvinna í kjölfar vélvæðingar
Hafnarframkvæmdir, netaveiðar og togarakaup
Dragnótaveiðar, raflýsing og ör framþróun
Dýpkunarskip kemur og upphaf togveiða
Mikil bátasmíði og fleiri tilraunir til togaraútgerðar
Nælon-þorsknet og fyrstu stálbátarnir
Úthafssíldveiðar hefjast og stærri skip
Skuttogarar koma til sögunnar og truflun vegna eldgoss
Sóknarmark og kvótamark
Kvóti minnkar