Síðasti dans í dalnum
Þjóðhátíðarlag | ||
1986 | 1987 | 1988 |
Lagið Síðasti dans í dalnum var Þjóðhátíðarlagið árið 1987.
- Það kvöldar við bergið og blær fer um strönd.
- það brimar í hjarta og hlý er mín hönd.
- Hljóðlát fer nóttin um hlíðar og grund
- og helgar okkar fund.
- Ég finn að við elskum hvort annað svo heitt.
- Eitthvað í hjartanu er orðið breytt.
- Við vöggum í dansi við draumanna nið
- og dalsins fuglaklið.
- Við syngjum saman þennan söng,
- því hann er minn og þinn.
- Við göngum götuna mót gæfu,
- sem er þín og mín.
- Og dansinn dunar enn.
- Síðasti dansinn senn.
- Við eigum stjörnu á næturhimni. Ástin mín ein.
- Það titrar í brjóstum af brennandi þrá,
- og brosið þitt segir mér allt sem má.
- Á djúpbláum himninum dillar sér ský
- uns dagar enn á ný.
- Við syngjum saman þennan söng.
- því hann er minn og þinn.
- Við göngum götuna mót gæfu.
- sem er þín og mín.
- Og dansinn dunar enn.
- Síðasti dansinn senn.
- Viðeigum stjörnu á næturhimni. Ástin mín ein.
- Lag: Kristinn Svavarsson
- Texti: Árni Johnsen