Út við sund og Eyjar
Þjóðhátíðarlag | ||
1993 | 1994 | 1995 |
Út við sund og Eyjar var Þjóðhátíðarlagið árið 1994.
- Út við sund og Eyjar
- ómar hlátur skær.
- Á fjallamenn og meyjar
- mánaleiftri slær
- Stjörnubjartur himinn logar lýsir grund
- leiftri slær á báru við Suðureyjarsund.
- Er dvína dagsins ómar
- og dofnar sólarglóð.
- Kvöldsins hörpuhljómar
- heilla dreng og fljóð.
- Stjörnubjartur himinn logar lýsir grund
- eiftri slær á báru við Suðureyjarsund.
- Söngur ávallt eykur
- eyjamannsins fjör.
- Nú er lífið leikur
- og lund í gleði ör.
- Stjörnubjartur himinn logar lýsir grund
- leiftri slær á báru við Suðureyjarsund
- Hjá ævintýra eldi
- út við sundin blá
- Á svona kyrru kveldi
- kviknar ástarþrá.
- Stjörnubjartur himinn logar lýsir grund
- leiftri slær á báru við Suðureyjarsund
- Lag: Gísli Helgason
- Texti: Guðjón Weihe