Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
- Þær heilsuðu okkur með svellandi söng
- síldarstúlkurnar
- og þá voru kvöldin svo ljós og löng,
- en ljúfastar næturnar.
- Því við vorum ung og ástin hrein
- og ólgandi hjartans blóð.
- Og sumarið leið og sólin skein
- og síldin á miðunum óð ........
- Ennþá er mér í minni
- meyjarbros og tár,
- skellóttur skúluklútur
- og skollitað undir hár,
- glettni í gráum augum
- gamanyrði á vör,
- dansinn á bátabryggju
- blossandi æskufjör.
- Spriklandi silfur í sólareldi
- sökkhlaðinn bátur í áfangastað,
- landað í skyndi og kysst að kveldi,
- kannastu bróðir við lífið það?
- Köld eru kynni haustsins,
- kveðjustundin sár _
- ennþá er mér í minni
- meyjarbros og tár.
- Lag: Oddgeir Kristjánsson
- Texti: Ási í Bæ