Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júlí 2005 kl. 13:56 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júlí 2005 kl. 13:56 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Árið 1976 var Áhaldahús Vestmannaeyja, sem stendur vestan Heiðarvegar, byggt. Þar er starfsmannaaðstaða útiflokka bæjarins þar sem starfsfjöldi er að meðaltali um 22 yfir árið. Ennfremur er þar viðgerðaverkstæði geymslur og önnur tilfallandi starfsemi sem tilheyrir eftirfarandi starfsemi:

  • Malbikun
  • Viðhald vega
  • Viðhald gagnstétta, hellulögn
  • Viðhald holræsa
  • Stífluþjónusta
  • Vélamiðstöð
  • Ýmis þjónusta við aðrar deildir bæjarins. (flutningar ofl.)
  • Snjóruðningur og hálkueyðing
  • Rekstur Malbikunarstöðvar, sem staðsett er við Hlíðarveg
  • Rekstur grjótmulningsvéla, sem staðsettar eru sunnan Gufuvíkur

Garðyrkjustjóri er með aðstöðu í húsinu en undir hann heyra öll opin svæði bæjarins og ræktun og uppgræðslu jafnt innan sem utan bæjarmarkanna.