Blik 1961/Gjafir færðar Gagnfræðaskólanum
Gjafir færðar Gagnfræðaskólanum
1. Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri, frá Hruna í Eyjum gaf skólanum á s.l. sumri, svínsunga í formalíni, ágætan hlut í náttúrugripasafn skólans.
2. Þorgeir Jóelsson, skipstjóri, frá Fögruvöllum í Eyjum gaf skólanum silfurbrama, sem skólinn hefur látið setja upp og ganga frá til varanlegrar geymslu.
3. Lárus Long, málari, gaf skólanum uppsettan fugl óþekktan.
4. Bræðurnir Hermann og Arnar
Einarssynir, Helgafellsbraut 6,
gáfu skólanum Landnámabók,
útgáfu Helgafells, í tilefni 30
ára afmælis skólans á s.l. hausti.
Fyrir hönd Gagnfræðaskólans þakka ég alúðlega þessar góðu gjafir og velvild og hlýhug til stofnunarinnar og menningar Eyjanna. Þá þakka ég einnig öllum þeim, sem hafa gefið skólanum skeljar og kuðunga og fleira því líkt, sem eykur gildi starfsins og hróður Eyjanna, en það gera öll slík söfn. Þau eru menningarvottur.