Blik 1950/Skipulagsskrá nemendasjóðs

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2010 kl. 18:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2010 kl. 18:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Blik 1950/Skipulagsskrá nemendasjóðs“ [edit=sysop:move=sysop])
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1950



Skipulagsskrá nemendasjóðsins


FORSETI ÍSLANDS GJÖRIR KUNNUGT:

Að ég hér með staðfesti skipulagsskrá fyrir Minningar-og styrktarsjóð nemenda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, sem fest er hér við og geymd er í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í staðfestu endurriti.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 31. okt. 1949.
Samkvæmt skipun forseta Íslands.
F.h.r.
Gústav A. Jónasson.
Ragnar Bjarkan.

Staðfesting
á skipulagsskrá fyrir Minningar- og styrktarsjóð nemenda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.

SKIPULAGSSKRÁ
fyrir

Minningar- og styrktarsjóð nemenda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.

1. gr. Sjóðurinn heitir Minningar- og styrktarsjóður nemenda Gagnfræðaskólans i Vestmannaeyjum.

2. gr. Sjóður þessi er myndaður á þennan hátt:

1. Af minningarsjóði Þórunnar Friðriksdóttur frá Löndum í Vestmannaeyjum.
2. Af minningarsióði Hermanns Guðmundssonar frá Háeyri í Vestmannaeyjum.
3. Af minningarsjóði Hauks Lindbergs frá Kalmanstjörn í Vestmannaeyjum.
4. Af öðrum minningarsjóðum, sem kunna að verða stofnaðir við Gagnfraðaskólann.
5. Af gjöfum eða öðru því fé, sem sjóðnum kann að áskotnast eða í hann safnast.

3. gr. Minningarsjóðir skólans skulu vera sjálfstæðar sjóðdeildir innan minningar- og styrktarsjóðsins og skal 1/5 af ársvöxtum hverrar sjóðsdeildar leggjast við stofninn árlega, en 4/5 ársvaxtanna skulu renna í eina heild og úthlutað í styrk samkv. 4. grein.

4. gr. Tilgangur sjóðsins er sá, að styrkja þá nemendur Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, er lokið hafa 3. bekkjar prófi (miðskólaprófi, gagnfræðaprófi) við framhaldsnám, og skal verja 4/5 af ársvöxtum sjóðsins til styrktar félitlum en efnilegum nemendum. Skulu þeir nemendur, sem miða framhaldsnám sitt til eflingar atvinnulífi Vestmannaeyjakaupstaðar, jafnan ganga fyrir um styrk úr sjóðnum.

5. gr. Sjóðurinn skal ávaxtaður í lánsstofnun með ríkisábyrgð.

6. gr. Stjórn sjóðsins skipa þessir menn: Skólastjóri Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum, sá fastakennari, sem lengst hefur starfað við skólann á hverjum tíma, og sóknarprestur Landakirkju.

7. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

8. gr. Skólastjóri annast reikningshald sjóðsins og semur ársreikning hans. Stjórn sjóðsins skal leggja ársreikning hans fyrir fund fastra kennara skólans til endurskoðunar og samþykktar. Skal sá fundur haldinn fyrir janúarlok ár hvert og reikningurinn síðan birtur almenningi að lokinni endurskoðun og samþykkt.

9. gr. Stjórn sjóðsins skal afráða í októbermánuði ár hvert, hver eða hverjir hljóta skuli styrk úr sjóðnum.

10. gr. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða.

11. gr. Verði Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum breytt í menntaskóla, skal styrkurinn veittur, eftir að nemendur hafa lokið stúdentsprófi.

12. gr. Til þess að skipulagsskrá þessari verði breytt, þarf einróma samþykki stjórnar sjóðsins og 2/3 hluta af föstum kennurum skólans.

13. gr. Leita skal staðfestingar forseta Íslands á framanritaðri skipulagsskrá.