Karólína Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2010 kl. 10:57 eftir Snorrima (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2010 kl. 10:57 eftir Snorrima (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Karolína fæddist þann 9. október 1899 að Vallarhjáleigu í Hvolhreppi. Hún lést þann 10. ágúst 1989 á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Karolína var dóttir hjónanna Geirlaugar Guðmundsdóttur, frá Steinum undir Eyjafjöllum og Sigurðar Unasonar, sjómanns.

Karolína giftist Jóni Sigurðssyni, Jónssonar frá Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum. Karolína og Jón byggðu sér húsið Ártúni við Vesturveg 20 en byggðu svo síðar húsið nr. 73 við Vestmannabraut þar sem þau bjuggu til dánardægurs.

Karolína og Jón eignuðust fjögur börn, 1) Geirlaugu, f. 20. júní 1923 - d. 31. maí 1995, 2) Kristínu, f. 12. janúar 1926 - d. 9. ágúst 2004, 3) Margréti, f. 9. október 1931 og Sigurð Diddi pabbi, f. 24. júlí 1940.