Blik 1950/Kvæði

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. janúar 2010 kl. 18:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. janúar 2010 kl. 18:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: Efnisyfirlit 1950 =Kvæði= ==Halldór Johnson== <br> <br> thumb|350px|''Séra Halldór Johnson'' ''Séra Halldór Johnson orti þetta k...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1950



Kvæði

Halldór Johnson



Séra Halldór Johnson

Séra Halldór Johnson orti þetta kvæði til Vestmannaeyja skömmu áður en hann fórst og var það flutt af honum af plötu í útvarp að honum látnum.

Fagurgræna yndiseyja,
um þig geislaflaumur skín.
lát mig hjá þér lifa og deyja
við litafögru björgin þín.
Við barm þinn blómið sæla sefur,
söngvar þagna, allt er hljótt.
Ægir blítt þig örmum vefur
unaðsbjarta sumarnótt.
Við brjóstin þín er bezt að dreyma,
blessað móðurskautið þitt.
Ég finn Íslands orku streyma
inn í þjáða hjartað mitt.
Einn í langri útlegðinni,
hve oft mig hefur dreymt til þín,
og hvíla rótt hjá móður minni
við mánabjörtu sundin þín.
●●●

Með v/s Helga 7. jan. s.l. fórst sr. Halldór Johnson, sem dvaldist um það bil 40 ár í Ameríku, en kom til Íslands s.1. ár öðrum þræði til þess að verja kröftum sínum til eflingar bróðurhug og menningarsambandi milli Íslendinga vestanhafs og austan. S.1. haust kom sr. Halldór hingað til Eyja og gerðist m.a stundakennari við Gagnfræðaskólann okkar.
Ég fékk þegar traust á þessum kennara mínum við fyrstu kynni. Viðmót hans var vingjarnlegt. Hann var hreinskilinn og óskaði þess, að við værum það líka. Sr. Halldór var fróður um marga hluti og fræddi okkur eftir föngum.
Blessuð sé minning hans.

Páll Helgason
III. bekk