Blik 1978/Liðin tíð kveður framtíð og bæjarstjórn færðar þakkir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1978



Liðin tíð kveður framtíð

og óskar allra heilla


Liðin tíð kveður framtíð og óskar allra heilla í starfi.











Bæjarstjórn færðar þakkir

ctr


Um leið og ég fel ritinu mínu, Bliki, að geyma þessa mynd af okkur hjónunum,
leyfi ég mér að færa bœjarstjórn Vestmannaeyja
innilegustu þakkir okkar hjóna fyrir þann heiður,
sem bœjarstjórnin auðsýndi mér og okkur, er hún
einróma kaus mig heiðursborgara Vestmannaeyja 12. apríl sl.
fyrir störf mín í kaupstaðnum undanfarin 50 ár.
Jafnframt var konan mín heiðruð með blómagjöfum og farið
hlýjum viðurkenndum orðum um þátt hennar í störfum mínum
frá upphafi, en við fluttum til Eyja haustið 1927.
Enn er það of algeng yfirsjón, að minnast naumast eða alls ekki
á þátt eiginkonunnar í starfi eiginmannsins, þó að sá þáttur sé
oft býsna gildur og stundum „rauði þráðurinn“, ef allt væri
það grandskoðað til dýpstu róta.